Quantcast
Channel: Almenna lögþjónustan
Viewing all articles
Browse latest Browse all 10

Hvenær fást bætur greiddar?

0
0

Ekki er hægt með neinni nákvæmni að segja til um þetta fyrirfram. Fjöldi þátta spila inn í hvert mál og hafa áhrif á hve langan tíma tekur að ljúka hverjum hluta þess.  Þó má reyna að gefa einhverja almenna hugmynd um það með því að skýra ferlið örlítið.

Bætur fyrir vinnutap og útlagðan kostnað eiga að greiðast jafnóðum og tjón verður og hægt er að sanna það. Bætur fyrir varanlegt tjón í framtíðinni, eins og t.d. varanlegan miska og vinnutap í framtíðinni vegna varanlegrar örorku, fást greiddar þegar hægt er að sanna tjónið. Sú sönnunarfærsla fer að mestu fram með örorkumatsskýrslu. Ekki er hægt að afla slíkrar fyrr en ljóst er hvernig ástandið verður sem þýðir að það verður að bíða þar til ástandið er orðið varanlegt þ.e. öll einkenni eru komin fram, læknismeðferð og endurhæfingu er lokið og varanlegur árangur endurhæfingar er kominn í ljós. Það getur verið mjög misjafnt hvenær þetta tímamark er komið en að jafnaði er það einu ári eftir slysið. Það tekur venjulega nokkra mánuði að afla örorkumats. Þegar örorkumatið berst er gerð krafa á tryggingarfélagið og venjulega tekur það nokkrar vikur að ná samningum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 10

Latest Images